Um Ingþór / About me

ENGLISH BELOW

Ingþór, fullu nafni Ingþór Ingólfsson, er fæddur árið 1977 og uppalinn í Bústaðahverfinu. Hann byrjaði að teikna á leikskólaaldri og var krotandi og krassandi í tímum í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla í stað þess að fylgjast með í tímum.

Eftir að hafa gengið í Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1995 og aftur árið 2003 í Listaháskóla Íslands við nám í grafískri hönnun, starfaði hann meðal annars sem hönnuður á mbl.is um aldamótin og á Hvíta Húsinu. Frá árinu 2004 til 2016 var hann að mestu leyti sjálfstætt starfandi og hefur hann m.a. komið að teiknimyndagerð og þrívíddarhönnun.

Í nóvember árið 2020, þegar heimsfaraldurinn hafði geysað í rúmt hálft ár, keypti Ingþór í fyrsta sinn striga, olíuliti og pennsla og byrjaði að mála. Það tók hann smá tíma að ná tökum á olíunni en hlutirnir fóru að ganga hratt fyrir sig og fljótlega var ljóst að það var ekki aftur snúið og málverkin komu hver á fætur öðru.

Flest málverkin eru landslagsmálverk og eru mörg þeirra máluð eftir ljósmyndum sem Ingþór hefur tekið á sumrin sem hann nýtir eins vel og hann getur í að keyra um landið og sækja sér efnivið úti í bjartri sumarnóttinni sem hefur einkennt mörg af hans verkum.

Ingþór er búsettur í Hvalfirði þar sem hann hefur lítið stúdíó heima hjá sér þar sem hann málar.

_____________  ENGLISH _____________ 

Ingthor, born in 1977, is an icelandic contemporary painter. He was raised in the capital, Reykjavik, where he currently lives. He has been drawing since early childhood and didn't pay much attention in school because of the need to draw with pencil and paper.

Ingthor has worked as a graphic designer, mostly freelance, since year 2000 and designed all kinds af marketing material, websites, advertisments, brochures,3D images, among other things.

In 2020 Ingthor got kind of bored from the social gathering restrictions during the pandemic so he bought oil colors, canvases and brushes and decided to find out if he could implement his drawing skills into painting which was a medium he hadn't tried before thou he was quite often curious about.

It took him a few weeks to get a grip on the oil but after selling his first oil painting things started to escalate quickly and he knew there was no returning back. 

Many of his paintings are landscapes reflecting the stunning nature of Iceland. During the magical bright summer night Ingthor goes on many roadtrips where he tries to catch as many of those moments as he can so he can paint later on.