Sérpantanir / Commissions

ENGLISH BELOW

Langar þig í sérmálað málverk eftir ákveðinni hugmynd eða málað eftir ljósmynd?

Sérpantað málverk er tilvalið t.d. sem afmælisgjöf, brúðkaupsgjöf, útskriftargjöf eða hvert sem tilefnið er.

Ef þig langar í sérpantað málverk þá er þér velkomið að senda á mig línu á netfangið ingthor77@gmail.com eða skilaboð í gegnum ingthor.art á instagram eða facebook.

Verð á sérpöntun er eftir samkomulagi en miða má við í kringum 50 þús fyrir stærð á borð við 40x40 cm og 65-70 þúsund kr. fyrir 60x60 og 80x40 cm. Fuglamálverk í stærðum 30x30 cm eru í kringum 40.000 kr

Verð fara að mestu eftir stærð en einnig myndefni en til að mynda eru portrait (andlit og myndir af fólki) eilítið dýrari þar sem þau krefjast oft meiri tíma.



Vanalega byrja ég fljótlega á pöntuninni og getur málverkið verið í málun í 2-4 daga eftir stærð og umfangi.

Ég sendi skilaboð um leið og málun er lokið og get ég sent ljósmynd með af verkinu. Að því loknu þarf málverkið að þorna í 2-3 daga fyrir afhendingu.

Rammar

Öll verð miðast við málverkið sjálft án ramma. Hægt er að fá málverk afhent í silfruðum flotrömmum í nokkrum stærðum (30x30, 40x40 og 50x50) Möguleiki er á því að ég geti smíðað flotramma sjálfur fyrir aðrar stærðir en það veltur stundum á stöðu hjá heildsala með rammaefni hverju sinni. Að öðru leyti þarf að leita til innrömmunarþjónustu.

 

_____________  ENGLISH _____________ 

 

I do commissions if you have a special idea for a painting that you'd like to have. I can also paint from a photograph if you have one

Commissinos are an excellent choise for birthday gifts, wedding gifts, christmas present or any kinds of gifts.

The prices depends on the size and can also depends on the subject. Portraits and animals etc. are more time consuming.

If you are interrested in a commission, you can contact me through the contact form in the menu bar.

Some notes worth have in mind is I can ship internationally with minimum cost available and I reccommend smaller sizes. Anything bellow 24 x 24 inches. All prices are without frames.

After I receive a message from you we can talk about prices, payments, delivering method and other details before I get started.